Matthías týnist í miðbænum

Stundum er erfitt að finna titil á bloggið.

Jæja, núna er kominn miðvikudagur. Alexander byrjaði í skólanum í dag og er alsæll með nýju skólatöskuna sína sem er með 30 ára ábyrgð. Já þið lásuð rétt 30 ára ábyrgð. Rennur sem sagt út þegar Alexander er 38 ára og væntanlega þá tímabært að kaupa aðra tösku. Dísa fékk ClickIts tösku frá Legó og er alsæl sem og bróðir. Eitthvað styttri ábyrgð þar. Matthías fékk svo Bangsímon tösku fyrir sig. Við Sólrún fórum saman í þennan töskuleiðangur og enduðum í miðbænum í ægilega flottri töskubúð.

Í sömu ferð gerðist frekar hræðilegur hlutur. Við fórum í bókabúð í miðbænum og við vorum að bíða eftir afgreiðslu. Ég var að rölta á eftir Matthíasi og hann var svona 4-5 skref frá mér og mér fannst hann fara upp í glugga og kíkti þar, en enginn Matthías. Ég hljóp út og sá hann hvergi í kringum mig. Þá fannst mér að hann hlyti að vera ennþá inni í búðinni og fór að leita þar. En hvergi var piltinn að finna. Ég kallaði á Sólrúnu og við fórum að leita út um allt og vorum ansi áhyggjufull og ég var farinn að örvænta verulega. Haft var samband við vaktmenn fyrir miðbæinn og þeir fóru að leita út um allt. Nú voru liðnar örugglega 15 mínútur og ég var farinn að byrja að gráta. Við leituðum og leituðum og svo allt í einu vatt að mér ein kona sem sagðist hafa stoppað lítinn strák töluvert neðar í göngugötunni og þá reyndist það vera Matthías sjálfur. Bara sallarólegur á rölti í miðbænum. Þvílíkur léttir sem við upplifðum. Ég held að ég hafi aldrei orðið eins hræddur á ævi minni. Ég ríghélt honum það sem eftir var dagsins og mun passa mig 110% næst þegar ég fer með hann út. Eina sem maður getur sagt eftir svona er eitt stórt "úff!".

Ég verslaði barnarúm áðan á lagersölu hér í bænum. Ægilega gaman og við ætlum að setja rúmið saman á eftir.

Já, jæja,

Elda núna. Grjónagrautur í matinn, sem átti að vera í gær.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Úfff ekki skemmtileg reynsla fyrir ykkur. Þau eru ótrúlega snögg þessi kríli.
KV Munda
Nafnlaus sagði…
elsku kallinn minn þetta hefur verið ömurleg reynsla fyrir ykkur á meðan á þessu stóð, gott að allt fór vel og bið að heilsa krílunum ótrúlegt en satt ég sakna þeirra mikið.

Vinsælar færslur